Skip to main content
Frétt

Gunnar Alexander nýr hagfræðingur hjá ÖBÍ

Gunnar Alexander Ólafsson hefur verið ráðinn í starf hagfræðings hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Gunnar mun sjá um hagfræðilegar greiningar fyrir ÖBÍ og vinna eftir hagfræðilegri nálgun á viðfangsefni sem falla undir áherslur bandalagsins. Til dæmis hvað við kemur kjara- og húsnæðismálum.

Gunnar hefur B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og mastersgráður í bæði opinberri stjórnsýslu og heilsuhagfræði.

Gunnar hefur fjölbreytta starfsreynslu, til að mynda úr stjórnsýslunni. Hefur hann meðal annars starfað hjá RÚV, heilbrigðisráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Lyfjastofnun. Þá kom hann að skýrslugerð fyrir ÖBÍ réttindasamtök um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og um starfsgetumat.

„Ég er auðmjúkur fyrir þeim verkefnum sem mér er treyst til að takast á við og hlakka til að leggja mitt af mörkum fyrir jafnara samfélagi,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson.