Skip to main content
AðgengiFrétt

Hægt að sækja um undanþágur frá stæðisgjöldum í Vatnajökulsþjóðgarði

Handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða geta sótt um undanþágu frá innheimtu á svæðisgjaldi í Vatnajökulsþjóðgarði. Þetta segir í upplýsingum frá þjóðgarðinum en frá og með miðjum júní verða svæðisgjöld innheimt við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi og í Skaftafelli líkt og verið hefur.

Til að fá undanþágu þurfa handhafar stæðiskorta að senda beiðni með skráningarnúmeri bifreiðar á netfangið vjp@vjp.is áður en ekið er á svæðið. Taka þarf fram að stæðiskortið sé ástæða beiðninnar.

Innheimtan er þannig framkvæmd að tekin er ljósmynd af númeraplötu bifreiðar sem ekur inn á tiltekin bílastæði og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum stofnast krafa á eiganda bifreiðarinnar fyrir svæðisgjaldinu, sem unnt er að greiða eftir nokkrum leiðum.