
AdobeStock
ÖBÍ réttindasamtök vekja athygli á því að félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur hækkað frítekjumörk húsnæðisbóta vegna árlegra tekna. Frá þessu er greind á vef HMS
Breytt reglugerð um húsnæðisbætur tekur gildi 1. september og endurreikningur bóta fer fram um miðjan septembermánuð. Þetta þýðir að fyrsta greiðsla húsnæðisbóta eftir breytingarnar verður 1. október.
Nálgast má töflu sem sýnir breytt frítekjumörk á vef HMS » Hækkun frítekjumarka húsnæðisbóta frá 1. september 2025 | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun