Skip to main content
Frétt

Heimsendur matur í Reykjavík.

By 24. mars 2020No Comments
Þar sem félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar hefur verið lokað tímabundið vegna þess neyðarástands sem nú ríkir, hefur verið gripið til þess ráðs að senda mat, sem annars var veittur í félagsmiðstöðunum, heim til þeirra sem þess óska.

Þeir sem hafa snætt í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar standa nú frammi fyrir ákveðnum vanda, eftir að þeim var lokað vegna Covid-19 faraldursins. Til að mæta þörfum þessa fólks hefur Reykjavíkurborg nú hafið heimsendingu á mat til þeirra sem hafa komið í mat á félagsmiðstöðvarnar. Hægt er að sækja um heimsendan mat með því að hringja í síma 411 9450 eða fara inn á https://reykjavik.is/thjonusta/heimsendan-mat-og-hadegisverd