Skip to main content
Frétt

Heimsókn starfsfólks nýs Landspítala

By 21. maí 2016No Comments

Starfsfólk LSH í heimsókn hjá ÖBÍ

Heimsókn starfsfólks nýs Landspítala á skrifstofur ÖBÍ 

Starfsmenn nýs Landspítala (NLSH) ásamt fulltrúum frá hönnunarteymi sem vinna að Hringbrautarverkefninu komu nýlega (10. maí 2016) í heimsókn til okkar á skrifstofu ÖBÍ til að skoða aðgengið og þær útfærslur og lausnir sem við höfum nýtt okkur í þeim efnum. ÖBÍ keypti húsnæðið í Sigtúni 42 fyrir arf Ólafs Gísla Björnssonar. Gerðar voru viðamiklar breytingar á því til að það hentaði fólki með ýmis konar fatlanir svo sem blindu, sjónskerðingu, fólk í hjólastól og með heyrnarskerðingu. Bandalagið flutti í húsnæðið í ágúst 2014.

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Ellen Calmon, formaður og Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri sýndu hópnum aðstöðuna.

Við gerum ráð fyrir að starfsmenn NLSH munu nýta sér þessa heimsókn í því viðamikla verkefni sem Hringbrautarverkefnið er.