Skip to main content
Frétt

Hilmar Snær 20. í stórsvigi

By 14. mars 2018No Comments

Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið sinni fyrstu grein á Vetrar-Paralympics í Suður-Kóreu en hann varð í 20. sæti í stórsvigi í standandi flokki. 

Í umfjöllun á vef ÍF er greint frá því að Hilmar hafi bætt sig um tæpa sekúndu á milli ferða. Hann var í 26. sæti eftir fyrri ferðina og fór upp í það 20. eftir þá seinni. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Hilmari Snæ, sem er aðeins 17 ára.

Theo Gmur frá Sviss, sigraði í stórsviginu, Aleksei Bugaev frá Rússlandi varð annar en hann keppir eins og flestir þekkja undir fána IPC þar sem Rússar hafa ekki aðgengi að leikunum að fullu sem þátttökuþjóð. Í þriðja sæti varð svo Kanadamaðurinn Alexis Guiomond.

Alls 30 keppendur náðu að ljúka báðum ferðum en 42 keppendur tóku þátt í dag. Þá á Hilmar eina keppnisgrein eftir en það er svigkeppnin sem fram fer þann 17. mars næstkomandi