Skip to main content
Frétt

Hringsjá útskrifar 13 nemendur

By 18. desember 2019No Comments

Hringsjá útskrifaði í dag 13 nemendur eftir 3ja anna nám við athöfn í skólanum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði útskriftarnemendur og gesti. Guðni vitnaði meðal annars í eina af sínum uppáhalds kvikmyndum, Shawshank redemption, þar sem hann talaði um vonina, hversu skeinuhætt hún getur verið, en samt nauðsynleg.

Að loknum afhendingum einkunna til fyrstu og annars annar nema, var svo komið að útskriftinni sjálfri. Þar talaði meðal annara fyrir hönd útskriftarnema, Svava Líf. Í ræðu sinni þakkaði Svava kennurum Hringsjár og skólastjóra fyrir að hafa ekki gefist upp á henni. Hún hafi verið komin á fallbraut þegar hún svo leitaði til Félagsþjónustunnar og bað um að hún yrði send í bara einhverja virkni. Hún var send á námskeið hjá Hringsjá og þar var henni bent á að sækja um fullt nám.

„Ég hélt á þeim tíma að ég myndi ekki ná þessu, en hér er ég að útskrifast, með stæl.“

Hlutverk Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu skv. lögum 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir, lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og lögum nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Langar þig í nám? Skoðaðu heimasíðu Hringsjár hér.