Skip to main content
Frétt

Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í níunda sinn.

By 3. desember 2015No Comments

Verðlaunaafhendingin fer fram í Silfurbergi, Hörpu í dag 3. desember kl. 17-19. Forseti Íslands mun afhenda verðlaunin en hann er jafnfram verndari verðlaunanna.

Veitt eru verðlaun í þremur flokkum, flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Tilnefndir eru:

Í flokki einstaklinga

  • Aðalheiður Sigurðardóttir, fyrir vefinn „Ég er Unik“, sem er verkfæri til að setja saman einstaklingsmiðaða handbók um einhverfu og ADHD.
  • Brynjar Karl Birgisson, fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“.
  • Rannveig Traustadóttir, fyrir rannsóknir og kynningu á nýrri hugmyndafræði um félagslega sýn á málefni fatlaðs fólks.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

  • Bíó paradís, fyrir fjáröflun og framkvæmdir til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
  • Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir.
  • Öryggismiðstöðin, fyrir verkefnið „Esjan rúllar“.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

  • Harpa Snjólaug Lúthersdóttir, fyrir kennsluefnið „Má ég vera memm?“
  • Ingólfur Sigurðsson, fyrir opinskáa umræðu um andlega líðan íþróttafólks.
  • Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu.