
Ungt fólk fjölmennti í Sjálfstæðissalinn við Austurvöll um helgina til að taka þátt í Þjóðfundi ungs fólks. Hátt í hundrað skráðu sig á fundinn, þar sem til umræðu voru inngilding og aðgengi ungs fólks að menntun.
Landssamband ungmennafélaga (LUF), Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og UngÖBÍ stóðu að fundinum.
Þjóðfundinum var skipt upp í annars vegar borðavinnu og hins vegar erindi frá fyrirlesurum. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp.
Dagskrá í heild má nálgast á hlekknum hér að neðan.