
Rætt var um hindranir og tækifæri sem fatlað fólk stendur frammi fyrir innan listnáms og hlutverk listarinnar í réttindabaráttu á málþingi Listaháskóla Íslands um helgina.
Málþingið, Jafnt aðgengi að listnámi, var haldið í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök, Þroskahjálp, HÍ og HA, auk Borgarleikhússins þar sem málþingiðfór fram.
Umræðuefnin voru:
- Hindranir og tækifæri innan listnáms
- Réttindabarátta og máttur listarinnar
- Diplómanám, sveigjanlegt nám og Opni LHÍ
- Ráðleggingar til Listaháskólans um næstu skref
Á meðal fólks sem tók til máls var Dagbjört Andrésdóttir, sem flutti erindið „Listin bjargaði lífi mínu“ og hreyfði við öllum í salnum.
Hekla Björk Hólmgeirsdóttir, ráðgjafi í menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu og aðjúnkt við menntavísindasvið HÍ, og Þóra Einarsdóttir, aðstoðarrektor náms og kennslu hjá LHÍ, stýrðu þinginu.

