Skip to main content
Frétt

Kaupmáttur aldrei meiri, fyrir suma

By 27. desember 2016No Comments

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar í grein, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, um þá staðreynd að kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega hafi aðeins verið einu prósenti hærri árið 2015 en árið 2009. Þetta kemur fram í útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir ÖBÍ. Á sama tímabili hafi kaupmáttu heildarlauna fullvinnandi fólks aukist um 15% og lágmarkslauna um 17 prósent.

Ellen segir einnig að frá áramótum verði óskertur lífeyrir 197.000 krónur. Einstaklingur geti ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann eigi að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði og þjálfunarkostnað.

Fjallað er um greinina og niðurstöður útreikninga Hagfræðistofnunar HÍ á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Greinina má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu og á Vísi hér.