Skip to main content
Frétt

Könnun um ráðstöfunartekjur öryrkja.

By 7. nóvember 2019No Comments
Fyrsta könnunin sem fer fram á heimasíðu ÖBÍ var um mánaðarlegar ráðstöfunartekjur öryrkja. Sérstaka athygli vekur að 13% þeirra sem þátt tóku segjast vera með undir 100 þúsund krónum til ráðstöfunar í hverjum mánuði.

Könnunin er þátttökukönnun, þ.e. hún er opin hverjum sem vill taka þátt. Sem slík gefur hún aðeins vísbendingar og ber að taka sem slíkri.

25% þeirra sem þátt tóku segjast vera með yfir 300.000 til ráðstöfunar í hverjum mánuði. Hins vegar er fjöldi þeirra sem eru með á bilinu 100 – 300 þúsund til ráðstöfunar 62%. 44% er með ráðstöfunartekjur á bilinu 200-300 þúsund, og rétt tæplega fimmtungur, 18% eru með á milli 100 og 200 þúsund í ráðstöfunartekjur í hverjum mánuði. Þetta eru tölur sem þurfa ekki að koma neinum á óvart, enda örorkulífeyrir smánarlega lágur, og hefur aðeins hækkað sem nemur vísitölu undanfarin ár. Enda er svo komið að bilið milli lægstu launa og örorkulífeyris er nú um 70 þúsund krónur, og örorkulífeyrir verður um 80 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári.