Skip to main content
FréttSRFF

Kvennahreyfing ÖBÍ boðar til málþings um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

By 24. október 2019ágúst 31st, 2022No Comments

Fyrirlesari er Sigurjón Unnar Sveinsson lögmaður ÖBÍ og LLM í alþjóðlegri fötlunarlögfræði.

Fyrirlesturinn er haldinn í húsi ÖBÍ að Sigtúni 42 og hefst 4. nóvember kl 17:30.

Samningur ÞS um réttindi fatlaðs fólks var saminn vegna þess að ljóst var að almennir mannréttindasáttmálar dugðu ekki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Í flestum ríkum heims er fatlað fólk meðal jaðarsettra hópa samfélagsins. Samningurinn lítur ekki á fötlun sem einstaklingsbundið vandamál, heldur samfélagslegt og stafar af því að samfélagið gerir ekki ráð fyrir mannlegum margbreytileika. Það er samfélagið sem þarf að breytast og koma til móts við þarfir allra. Íslenska ríkið hefur fullgilt samninginn en það á enn eftir að lögfesta hann. 

Samningurinn liggur til grundvallar öllu starfi Öryrkjabandalags Íslands.