
© ÖBÍ / Ruth Ásgeirsdóttir
TR hefur birt á vef sínum upptöku af opnum streymisfundi sem var haldinn 9. maí síðastliðinn um nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi sem tekur gildi 1. september 2025.
Markmið fundarins var að upplýsa viðskiptavini sem eru með örorkulífeyri í dag og færast í nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi um helstu þætti nýs kerfis. ÖBÍ réttindasamtök tóku þátt í fundinum og hélt formaður ávarp.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Nýtt kerfi – umbætur í þína þágu – Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR
- Örorkulífeyrir í nýju kerfi – Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, sviðsstjóri örorkusviðs og Lena Rut Olsen, teymisstjóri á örorkusviði
- Virknistyrkur og atvinnumál – Þóra Ágústsdóttir, verkefnastjóri VMST
- Ávarp – Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ
- Spurt og svarað
Nálgast má upptökuna hér: Myndbönd – nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi | Tryggingastofnun