Skip to main content
Frétt

Tekur einvörðungu til ellilífeyrisþega

By 5. desember 2016No Comments

Ranglega var skrifað í frétt á Fréttastofa.is og bloggi Björgvins Guðmundssonar, viðskiptafræðings og fyrrverandi borgarfulltrúa, (sem vitnað var til í fréttinni) fyrir helgi að lækkun á frítekjumarki – sem tekur gildi um áramót – gilti bæði fyrir ellilífeyriþsega og örorkulífeyrisþega. Það rétta er að hún gildir aðeins fyrir ellilífeyrisþega. ÖBÍ bárust fyrirspurnir um málið um helgina.

Í fréttinni á vefnum Fréttastofa.is var vitnað í blogg Björgvins Guðmundssonar um málið. Þar sagði að nýtt frítekjumark, kr. 25.000 á mánuði sem tekur gildi um áramótin, gilti bæði fyrir ellilífeyrisþega og örorkulífeyrisþega. Það gilti ekki aðeins fyrir atvinnutekjur, heldur fyrir allar tekjur.

Í leiðréttingu Björgvins í lok fréttar á Fréttastofa.is kemur fram:

„Ég taldi, að það sama gilti um frítekjumark aldraðra og öryrkja, sem á að taka gildi 1. Jan. 2017. En breytingin á frítekjumarkinu, lækkun í 25. Þús. kr.,   gildir aðeins fyrir aldraða. Hins vegar gildir sú skerðing hjá öryrkjum,að krónu á móti krónu skerðingin, sem afnumin er hjá öldruðum, mun gilda hjá öryrkjum 2017.  En það þýðir, að ef öryrkjar vinna fyrr einhverju lítilræði, t.d. 20.-30 þúsundum, skerðist tryggingalífeyrir þeirra um sömu fjárhæð. Önnur atriði voru rétt í blogginu, þar á meðal  mismunur á upphæð lífeyris  eftir því hvort um einhleypa eða gifta er að ræða. Upphæð lífeyris er miklu hærri hjá einhleypum en giftum.“