Skip to main content
Frétt

Lærdómsvegurinn

By 18. júlí 2018No Comments

Friðþór Vestmann Ingason færði á dögunum Öryrkjabandalagi Íslands nokkur eintök af bók sinni Lærdómsvegurinn. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, tók við gjöfinni fyrir hönd bandalagsins.

Í bókinni lýsir Friðþór sögu sinni af því „að ganga þann lærdómsveg að greinast með geðsjúkdóm og leggjast inn á geðdeild“. Sagan er skrifuð í rauntíma og gerist á tímabilinu frá því í desember 2016 og fram í október 2017. Þarna er greint frá sjónarhorni Friðþórs en einnig konu hans og tveggja barna um þann erfiða tíma er hann greindist með mjög alvarlegt þunglyndi. Fjallað er um leið Friðþórs til bata og einnig allrar fjölskyldunnar. „Frásögn sem sýnir að bati og betri líðan eftir þunglyndi er svo sannarlega eitthvað sem hægt er að ná,“ er haft eftir Fjólu Katrínu Steinsdóttur, sálfræðingi, á baksíðu bókarinnar.

Friðþór segir við vef Öryrkjabandalags Íslands að hann hafi fengið margar fyrirspurnir um bókina frá ýmsum fagaðilum og fleirum.