Skip to main content
Frétt

Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks samþykkt

By 25. mars 2024apríl 15th, 2024No Comments
Ráðherra heldur erindi á samráðsfundi á Akureyri.

ÖBÍ réttindasamtök fagna því að Alþingi hafi samþykkt fyrstu landsáætlunina í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi.

Áætlunin felur í sér 60 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er liður í lögfestingu samningsins á Íslandi, sem er löngu tímabær.

Þingsáætlunartillagan, sem var samþykkt fyrir helgi, felur í sér margar góðar og þarfar aðgerðir sem miða að því að bæta lífsgæði fatlaðs fólks.

ÖBÍ réttindasamtök tóku virkan þátt í vinnuhópum sem unnu að gerð áætlunarinnar. Alls unnu 11 vinnuhópar að áætluninni og hagsmunasamtök fatlaðs fólks stýrðu og sátu í öllum þeirra auk fulltrúa sveitarfélaga og stjórnarráðsins. Þá voru samráðsfundnir haldnir um land allt sem fulltrúar ÖBÍ og annarra samtaka sóttu auk ráðherra.