Skip to main content
FréttHeilbrigðismál

Leiðbeiningar vegna Covid-19 og NPA

By 3. apríl 2020júní 8th, 2023No Comments
Embætti landlæknis, Samband íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytið hafa sent frá sér leiðbeiningar til notenda og aðstoðarfólks í NPA vegna Covid-19.

1. Skammstafanir 

Skammstöfun Heiti
112 Neyðarlínan, samræmd neyðarsímsvörun fyrir landið allt
Avd-RLS Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
COVID-19 Öndunarfærasýking vegna nýrrar kórónaveiru
FRN Félagsmálaráðuneytið
HRN Heilbrigðisráðuneytið
NPA Notendastýrð persónuleg aðstoð
SVL Sóttvarnalæknir
WHO World Health Organization – Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

2. Gátlisti NPA-notenda og aðstoðarfólks í NPA

Þegar hætta er talin á smiti af völdum COVID-19 þarf hver notandi NPA og aðstoðarfólk hans að:

 • Þekkja einkenni COVID-19 sýkingar og smitleiðir veirunnar og kynna s viðurkennda verkferla, nánari upplýsingar á vefjum embættis landlæknis, félagsmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og NPA-miðstöðvarinnar.
 • Einkenni COVID-19 eru: Hósti, hiti, kvefeinkenni, bein- og vöðvaverkir og þreyta, stundum með hálsbólgu. Eins hefur breytingu eða tapi á bragð- og lyktarskyni verið lýst.
 • Upplýsa umsýsluaðila sem upplýsir tengilið hjá félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags ef grunur vaknar um smit af völdum COVID-19 og eftir atvikum aðstoðarverks
 • Kunna að klæðast og afklæðast hlífðarfatnaði.
 • Vera tilbúin að gæta mjög vel að hreinlæti, efla sýkingavarnir og beita grundvallarsmitgátt.
 • Vera tilbúin að takast á við verkefni vegna COVID-19.
 • Vera tilbúin og veita aðstoð við takmörkun á aðgengi að heimili NPA note umgang til varnar smiti.
 • Hafa kynnt sér myndbönd sóttvarnalæknis á síðu Embætti Landlæknis.

3. Smitgát vegna COVID-19.

Umsýsluaðilar með NPA-samningum (hvort sem um sjálfstæðan aðila er að ræða eða notandann sjálfan) eru beðnir að tryggja aðstoðarfólki sínu aðgang að hlífðarbúnaði og hreinsiefnum.

Tengiliður vegna NPA-samnings í viðkomandi sveitarfélagi sendir pantanir vegna hlífðarbúnaðar til hlifdarbunadur@landlaeknir.is

Um er að ræða: 

 • Einnota hanskar í stærðum M og L
 • Einnota hlífðarsloppar
 • Andlitshlíf eða hlífðargleraugu
 • FFP2 veirugrímur

Geymið eftirfarandi á vísum stað innan heimilis: 

 • Sótthreinsandi lögur til yfirborðshreinsunar (t.d. Virkon) eða spritt.
 • Bréfþurrkur
 • Handspritt
 • Virkon töflur og leiðbeiningar með þeim

Í grundvallarsmitgát felst m.a. eftirfarandi: 

 • Almenn handhreinsun, þ.e. handþvottur og/eða notkun handspritts. Þvoið hendur vandlega að lágmarki í 20 sek þegar mætt er á vakt, fyrir og eftir matmálstíma og salernisferðir.
 • Látið NPA-notanda/umsýsluaðila strax vita ef þið finnið fyrir einkennum.
 • Greiður aðgangur að handþvottaaðstöðu og handspritti.
 • Greiður aðgangur að einnota hlífðarhönskum. Spritta skal hendur eftir notkun þeirra.
 • Hlífðarbúnaður er notaður af starfsmanni ef minnsti grunur vaknar um smit á heimilinu.
 • Einnota búnaður er settur í lokaðan poka sem má fara í almennt sorp.

Þegar grunur vaknar um COVID-19: 

 • Hafið samband við heilsugæslu eða 1700 og óskið eftir aðstoð vakthafandi læknis. Ef málið þolir ekki bið, hafið samband við 112.
 • Sækið búnað fyrir smitgát- COVID-19.
 • Aðskiljið hinn veika frá öðrum svo fljótt sem verða má.
 • Setjið fínagnagrímu á sjúkling ef hann þolir það.
 • Klæðist hlífðarbúnaði í samræmi við leiðbeiningar SVL.
 • Takmarkið snertingu við þann veika og umgengni við hann er höfð í lágmarki.
 • Ef smitefni fer í umhverfið (líkamsvessar) er það þurrkað upp með einnota þurrku, yfirborð þrifið með sápuvatni og síðan strokið yfir það með sótthreinsandi efni (t.d. Virkon eða spritt).
 • Notuðum hlífðarbúnaði og öðru sorpi sem fallið hefur til við umönnun hins veika (t.d. notaðir ælupokar, óhreinar þurrkur) er sett í lokaðan poka sem fer í almennt sorp.
 • Mengaður fatnaður er settur í lokaðan poka og má þvo á hefðbundinn hátt í þvottavél.
 • Upplýsið aðstandendur ef við á.
 • Aðstoðarfólk sem sinnti viðkomandi skal fara í hreinan vinnufatnað eftir að það hefur lokið störfum. Óhreinan vinnufatnað má þvo í þvottavél (60° hiti drepur veiruna).

4. Sóttkví aðstoðarfólks. 

Aðstoðarfólk í NPA á að fara í sóttkví í 14 daga skv. leiðbeiningum sóttvarnalæknis ef þeir:

1. Tilkynna beina snertingu við einstakling með COVID-19 eða snertingu við smitefni eða hafa verið í mikilli nálægð við hinn veika < en 2 metra og ekki í hlífðarfatnaði í meira en 15 mín. Þeir sem búa á heimili með veikum einstaklingi fara í sóttkví.

2. Þrifu svæði sem var hugsanlega mengað án þess að nota hlífðarfatnað.

Vinnufélagar þess sem fer í sóttkví, gæta að eigin smitgát en eru ekki beðnir um að fara í sóttkví nema ofangreint eigi líka við um þá.

Aðstoðarfólk sem er í sóttkví á rétt á launagreiðslum. Notandi/verkstjórnandi skráir vaktir á aðstoðarfólkið eins og venjulega, en auðkennir þær sérstaklega með „sóttkví“.

Aðstoðarmaður NPA notenda þarf að vera skráður í sóttkví til að hægt sé að gefa út staðfestingu/ vottorð. Þeir geta gert það sjálfir eða verið skráðir af sinni heilsugæslu eða smitrakningarteymi almannavarna.

 • Einstaklingar með rafræn skilríki geta skráð sig sjálfir í sóttkví á heilsuvera.is (eingöngu sóttkví fyrirskipuð af yfirvöldum, t.d. vegna ferðalaga, ekki sjálfskipuð sóttkví).
 • Ef einstaklingar eru ekki með rafræn skilríki þá skrá þeir sig í sóttkví á heilsugæslunni.
 • Þegar skráning er klár þá er hægt að sækja sér vottorð/staðfestingu um sóttkví inni á www. heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum.
 • Ef einstaklingar eru ekki með rafræn skilríki og þurfa vottorð/staðfestingu um sóttkví þá senda þeir beiðni um það á mottaka@landlaeknir.is með efnislínuna: Staðfesting á sóttkví og fá það sent í tölvupósti.

Umsýsluaðili getur lagt fram umsókn til Vinnumálastofnunar(VMST) um greiðslu. Skal hann þá tilgreina þá einstaklinga sem sótt er um greiðslu fyrir og þá daga sem þeir gátu ekki sinnt vinnu að öllu leyti eða að hluta sökum þess að þeim var gert að vera í sóttkví. Umsókn skal vera skrifleg og henni skulu fylgja fullnægjandi gögn og upplýsingar að mati VMST svo að unnt sé að taka afstöðu til þess hvort skilyrði laga þessara fyrir greiðslu séu uppfyllt, þ.m.t. afrit af fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að viðkomandi skuli sæta sóttkví og launaseðlar fyrir þann almanaksmánuð sem sóttkví stóð yfir sem og undanfarandi almanaksmánuð. Heimildin tekur til greiðslna til atvinnurekanda er greitt hafa laun til fólks sem sætir sóttkví á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til og með 30. apríl 2020. Heimild VMST til greiðslu byggist á 9. gr. laga sem samþykkt voru á Alþingi þann 20. mars sl. og fjalla um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví.

4.1 Undanþága frá heimasóttkví.

Við sérstakar aðstæður, þegar aðrar leiðir eru ekki færar, kann að koma til þess að sérhæfðir starfsmenn í sóttkví sem sinna lykil-þjónustu s.s. umönnun fatlaðra einstaklinga sem eru líka í sóttkví fái heimild til að snúa til vinnu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík sóttkví kallast sóttkví B til aðgreiningar frá hinni almennu sóttkví en fyrir utan að sinna áfram starfi sem aðrir geta ekki sinnt, skal aðstoðarmaður í sóttkví B virða reglur um almenna sóttkví utan vinnutíma og fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis um hlífðarbúnað o.fl. sem sendar eru með samþykki undanþágunnar. Hér er um sérstaka aðgerð að ræða í ljósi mjög krefjandi umhverfis við fordæmalausar aðstæður.

Skilyrði fyrir sóttkví B: 

a. Vinnuframlag viðkomandi aðstoðarmanns er nauðsynlegt til að tryggja öryggi notanda og ekki finnast einstaklingar með viðeigandi reynslu og bakgrunn í bakvarðasveit velferðarþjónustu.

b. Aðstoðarmaður og notandi/vinnuveitandi eru sammála um að sækja skuli um undanþáguna. Aðstoðarmaður getur dregið umsókn til baka ef sótt er um undanþágu án hans samþykkis.

c. Aðstoðarmaður er einkennalaus. Aðstoðarfólk á undanþágu þarf að fylgjast vel með eigin heilsu og má ekki mæta til starfa með einkenni sem samræmast COVID-19.

d. Aðstoðarmaður fer strax úr vinnu strax ef einkenna verður vart í samráði við notanda.

Undanþágu þarf að sækja um til sóttvarnalæknis og eyðublað má finna á vef embættis landlæknis. Brot á reglum sóttvarnalæknis um sóttkví varða sóttvarnalög nr. 19/1997. 

5. Veikindi aðstoðarfólks.

Um rétt aðstoðarfólks í NPA til launa í veikindum fer samkvæmt ákvæðum kjarasamnings.

Veikindi aðstoðarfólks af völdum COVID-19 teljast til forfalla í skilningi 20. gr. reglugerðar nr. 1250/2018, um notendastýrða persónulega aðstoð, með síðari breytingum. Umsýsluaðili getur sótt um framlag til viðkomandi sveitarfélags til þess að standa straum af viðbótarútgjöldum sem hljótast af afleysingum veikindaforfalla vegna Covid. Viðkomandi sveitarfélag staðfestir umsóknina fyrir sitt leyti og sendir Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til afgreiðslu.

6. NPA-notandi er í einangrun eða sóttkví.

NPA-notandi sem fer í sóttkví eða einangrun vegna kórónaveirunnar þarf áfram aðstoð við allar nauðsynlegar athafnir dagslegs lífs, auk þeirrar heilbrigðisþjónustu sem ástand hans kallar á.

Samningar um NPA gera ráð fyrir að samstarf eigi sér stað milli sveitarfélags, notanda og umsýsluaðila um að bregðast við breyttum aðstæðum hjá notanda með tilliti til þjónustuþarfar. Sóttkví eða einangrun notanda telst til slíkra breyttra aðstæðna. Um leið og tilefni skapast, sbr. lið 3 hér að framan, er áríðandi að skapa ramma um samskipti milli sveitarfélags, notanda og umsýsluaðila samhliða því að fulltrúar heilbrigðisþjónustu koma að málum.

Þótt aðstæður breytist skv. samningi, ber umsýsluaðili áfram ábyrgð vinnuveitanda gagnvart starfsfólki og verður að uppfylla skyldur sínar samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum.

Ef breyttar aðstæður valda því að ekki er hægt að framkvæma NPA-samning telst það þjónusturof.

Aðstoðarmenn fylgja þeim leiðbeiningum sem landlæknir hefur gefið út sem gilda einnig fyrir aðstoðarfólk í NPA.

6.1 Þjónusta COVID-19 göngudeildar Landspítala 

COVID-19 göngudeild Landspítala, staðsett við Borgarspítala (Birkiborg) sinnir einstaklingum sem eru veikir heima í einangrun. Hópur lækna og hjúkrunarfræðinga sinnir ráðgjafa- og símaeftirliti hjá fólki sem hefur greinst með COVID-19 og er heima í einangrun. Markmið þjónustunnar er að veita þessum sjúklingahópi bestu mögulegu þjónustu á viðeigandi stigi, meðal annars með sérhæfðri fjarheilbrigðisþjónustu, ráðgjöf og stuðningi svo ekki þurfi að koma til innlagnar. Með þessu er verið að tryggja öryggi sjúklinga og hámarka þann tíma sem þeir geta verið heima.

Þegar sjúklingur hefur greinst með jákvætt veirupróf er hringt til hans frá Landspítala. Fyrsta símtal er frá lækni sem fer yfir heilsufarssögu og möguleg undirliggjandi vandamál. Læknir metur núverandi ástand og einkenni. Með þessu fyrsta símtali hljóta sjúklingar strax fyrsta áhættumat. Í kjölfarið er eftirlit í höndum hjúkrunarfræðinga göngudeildarinnar í samráði við lækna. Fylgst er með líðan sjúklinga með reglubundnum hætti og mat lagt á hvort þörf er á vitjun heim til þeirra eða hvort þeir þurfi að koma í formlegra mat og skoðun á göngudeildinni með blóðprufum og röntgenmyndatöku. Á göngudeildinni tekur sérhæft teymi hjúkrunarfræðinga og lækna á móti sjúklingum.

7. Bakvarðasveit velferðarþjónustu vegna þjónusturofs í þjónustu við viðkvæma hópa.

Ef upp kemur neyðarástand vegna þjónusturofs er hægt að leita til tengils hjá viðkomandi sveitarfélagi sem síðan óskar eftir aðstoða bakvarðarsveitar velferðarþjónustu.

 1. Upplýsingar og skráning í bakvarðasveit velferðarþjónustu er að finna á vef stjórnarráðsins og allir sem vilja koma inn sem bakverðir fyrir hjúkrunarheimili og sérhæfð dagdvalarúrræði aldraðra eru beðnir að skrá sig í þessa bakvarðasveit.
 2. Hver NPA notandi hefur samband við umsýsluaðila sé notandinn ekki sjálfur umsýsluaðili. Sé notandinn umsýsluaðili hefur hann samband við tengilið hjá viðkomandi sveitarfélagi. Tengiliður hefur samband við maria@samband.is.
 3. Forgangsröðun á aðstoðarfólki úr bakvarðasveit velferðarþjónustu verður í höndum viðbragðsteymis um þjónustu við viðkvæma hópa og mögulega verður ekki hægt að verða við öllum beiðnum um starfsfólk.

8. Þrif á svæði þar sem veikur einstaklingur hefur dvalið 

Þrif hefjast um leið og hinn veiki er farinn úr rýminu. Svæðið er þrifið samkvæmt fyrirmælum SVL. Starfsmenn skulu hafa lokið viðeigandi þjálfun við að klæðast og afklæðast hlífðarbúnaði, ásamt viðeigandi frágangi/förgun. Ekki er vitað hve lengi Kórónaveira getur lifað í umhverfinu (klukkustundir eða dagar). Það fer m.a. eftir yfirborðsfleti, raka- og hitastigi.

8.1 Eigin smitgát þeirra sem þrífa svæði eftir COVID-19 

a. Beita skal grundvallarsmitgát við þrif vegna gruns um COVID-2019 sýkingu.

b. Við þrifin skal nota eftirfarandi hlífðarbúnað:

i. Einnota hanska (tvenn pör)

ii. Einnota hlífðarslopp

iii. Veirumaski og hlífðargleraugu eru sett upp ef hætta er á að sóttmengað efni berist í andlit.

c. Að verki loknu skal setja notaðan hlífðarbúnað í plastpoka sem er lokaður tryggilega, og má fara í almennt sorp.

d. Hendur eru þvegnar og sprittaðar strax og búið er að ganga frá hönskum í lokaðan poka sem má fara í almennt sorp.

e. Farið í hreinan vinnufatnað að verki loknu. Óhreinan fatnað má þvo í þvottavél.

8.2 Þrif á svæði sem grunað er að vera mengað af hættulegu smitefni 

a. Þrífa skal svæðið þar sem hinn veiki dvaldi og nánasta umhverfi.

b. Ekki má nota þrýstiloft, s.s. háþrýstidælur á stétt, það getur þyrlað smitefni út í andrúmsloftið.

c. Sóttmengað svæði er afmarkað og almennri umferð er beint frá.

d. Hafið tiltækan poka fyrir sorp.

e. Nota skal samþykkt hreinsi- og sótthreinsiefni (t.d. 1% Virkon eða spritt). Notið réttan styrkleika.

f. Bréfaþurrkur eru notaðar til þess að hreinsa upp sýnileg spilliefni. Skiptið um hanska ef á þá fer mengað efni.

g. Fyrst er þvegið með sápulegi og að því búnu farið yfir með sótthreinsunarefni (t.d. 1% Virkon eða spritt).

h. Fyrst er þrifið efst og haldið áfram niður á við. Byrjið á því að dreifa sápulegi yfir svæðið með bréfaþurrku eða úðara. Þegar allt svæðið hefur verið þakið sápulegi eru bréfaþurrkur notaðar til að þurrka upp og settar í poka sem er lokað og má fara í almennt sorp. Síðan er allt svæðið þakið pappírsþurrkum og vætt í pappírsþurrkunum með 1% virkon eða spritti. Bíðið þann tíma sem leiðbeiningar framleiðanda segja til um og þá eru þurrkurnar fjarlægðar og settar í lokaðan poka sem má fara í almennt sorp. Að lokum er svæðið skolað með heitu (60°) vatni og þurrkað að því búnu.

i. Pappír og öðrum einnota vörum af svæðinu þar sem hinn veiki dvaldi er einnig hent í poka sem má fara í almennt sorp.

j. Á milli svæða skal skipta um þvottaklúta og þeir settir að verki loknu í poka sem má fara í almennan þvott.

k. Á svæðum sem hinn veiki notaði skal þrífa eftirfarandi:

i. Hurðarhúna og læsingarbúnaður á hurð.

ii. Krana og vaska.

iii. Veggi sem liggja að rúmi, salerni og vaski.

iv. Salerni og umhverfi þess.

l. Hlífðarbúnaður og hanskar fara að verki loknu í poka og í almennt sorp.

9. Frekari upplýsingar 

 • samband.is
 • felagsmalaraduneyti.is
 • npa.is
 • landlaeknir.is
 • covid.is

10. Tengiliður félagsþjónustu þar sem notandi býr 

Reykjavík: Arne Friðrik Karlsson arne.fridrik.karlsson@reykjavik.is

Kópavogur: Guðlaug Ósk Gísladóttir gudlaugo@kopavogur.is

Akureyri: ‘Karólína Gunnarsdóttir karolina@akureyri.is

Hafnarfjörður: Sjöfn Guðmundsdóttir sjofng@hafnarfjordur.is

Garðabær: Pála Marie Einarsdóttir palaei@gardabaer.is

Mosfellsbær: Sigurbjörg Fjölnisdóttir sigurbjorgf@mos.is

Norðurland vestra: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gretasjofn@skagafjordur.is

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga: Sveinn Þór Elinbergsson sveinn@fssf.is

Akraneskaupstaður: Svala Hreinsdóttir svala.hreinsdottir@akranes.is

Dalvíkurbyggð: Þórhalla Fr. Karlsdóttir tota@dalvikurbyggd.is

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks: Sif Huld Albertsdóttir bsvest@bsvest.is

Bergrisinn, þjónustusvæði Suðurlands: Íris Ellertsdóttir iris.ellertsdottir@arborg.is og Arna Ír Gunnarsdóttir, arna@arnesthing.is