Skip to main content
Frétt

Liðsauki á skrifstofu ÖBÍ

By 15. ágúst 2022No Comments
Í vikunni hófu störf á skrifstofu ÖBÍ tveir nýir liðsmenn, þær Andrea Valgeirsdóttir og Sunna Elvira Þorkelsdóttir. Þær munu hvor um sig hafa umsjón með málefnahópi – Andrea með málefnahópi um málefni barna og Sunna með málefnahópi um atvinnu- og menntamál. Þá munu þær sinna ráðgjöf í ýmsum réttindamálum, gerð umsagna og álitsgerða auk annarra verkefna.

Andrea lauk meistaraprófi í lögfræði frá Hákólanum á Bifröst árið 2015 og sáttamiðlun frá Sáttamiðlaraskólanum árið 2022. Undanfarin þrjú ár hefur hún starfað sem lögfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Lagarökum (Lagarök-slysabætur). Áður starfaði hún m.a. hjá VÍS sem sérfræðingur í persónutjónum.

Sunna Elvira lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2020. Undanfarin tvö ár hefur Sunna starfað hjá SEM samtökunum sem skrifstofustjóri – áður starfaði hún m.a. sem forstöðumaður löginnheimtu hjá Inkasso ehf. og lögfræðingur hjá Gjaldheimtunni.

ÖBÍ býður þær Andreu og Sunnu hjartanlega velkomnar til starfa.