Skip to main content
AðildarfélögFrétt

Lögfesting, hagsmunagæsla og gervigreind á námsstefnu ÖBÍ

By 20. nóvember 2025No Comments

Líflega umræður voru á námsstefnu ÖBÍ sem haldin var þriðjudaginn 18. nóvember á Hótel Reykjavík Grand. Þar kom saman fjöldinn allur af fulltrúum úr innra starfi ÖBÍ, auk starfsfólk skrifstofu, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fleiri góðra þátttakenda.

Vilhjálmur Hjálmarsson varaformaður ÖBÍ opnaði daginn og ræddi næstu skref í réttindabaráttunni. Sigurður Árnason lögfræðingur fór yfir hvað lögfestingin þýðir í raun fyrir fatlað fólk og fyrir stjórnvöld. Í framhaldi spunnust góðar umræður um næstu skref eftir lögfestingu og hvernig best væri að nýta tækifærin sem opnast.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri, fjallaði um hagsmunagæslu og minnti á að skýr markmið, uppbyggileg samskipti og þrautseigja skili árangri. Rósa María Hjörvar stafrænn verkefnastjóri ÖBÍ kynnti síðan gervigreind sem tól í þjónustu og réttindabaráttu og ræddi bæði tækifæri og áskoranir. Dagskránni lauk með erindi Pálmars Ragnarssonar um liðsheild og samskipti.