Skip to main content
FréttKjaramál

Mæðra- og feðralaun ekki lengur skert

Með nýrri lagabreytingu sem samþykkt var á Alþingi í lok síðasta mánaðar, koma mæðra-/ feðralaun ekki lengur til skerðinga á framfærsluuppbót hjá einstæðum foreldrum sem fá greidd mæðra-/feðralaun með tveimur börnum eða fleiri.

Lagabreytingin nær til alls 449 manns. Mæðra-/feðralaun með tveimum börnum eru 12.343 kr. og með þremur eða fleiri börnum 32.090 kr. Hér má lesa nánar um mæðra- og feðralaun á vef TR:

https://www.tr.is/fjolskyldur/maedra-og-fedralaun

 

ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir þessari breytingu um nokkurt skeið. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu árið 2018 segir eftirfarandi:

 

„Króna á móti krónu skerðing hittir verst fyrir þá sem síst skyldi. Ef stjórnvöld vilja vinna gegn fátækt ættu þau að afnema þessa skerðingu, en samstaða er á Alþingi um mikilvægi þess.“ 

„Það er ánægjulegt að þetta réttlætismál hafi náð fram að ganga,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.