Skip to main content
Frétt

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur opnar aftur fyrir úthlutanir

By 19. mars 2020No Comments
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að opna aftur fyrir matarúthlutanir, en þó með aðeins breyttu sniði frá og með mánudeginum 23. mars. Þá verður úthlutun fyrir páska með sama sniði. Nóg er til af öllu segja þær hjá nefndinni.

Þegar Corona veiran greindist ákvað Mæðrastyrksnefnd að gera hlé á matarúthlutunum. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að opna aftur fyrir úthlutanir, en með aðeins breyttu sniði. Hægt er að hringja í síma 897 0044, eða 551 4349, milli kl 10 og 12 mánudaginn 23. mars. Tekin er niður pöntun, og fær viðkomandi úthlutuðum tíma til að koma og sækja vörurnar. Ef einhver á ekki heimangengt, hafa sjálfboðaliðar boðist til að aka vörum heim fyrir viðkomandi.

Einnig verður úthlutað fyrir páska, með sama fyrirkomulagi að öllum líkindum.