Skip to main content
Frétt

Sjúkratryggingar hækka endurgreiðslu aksturskostnaðar nýrnasjúklinga

By 8. júlí 2022september 26th, 2022No Comments

Í fjölda ára hafa þeir nýrnasjúklingar sem neyðast til að ferðast milli sveitarfélaga til að komast í þá lífsbjargandi meðferð sem blóðskilun er, aðeins fengið 75% af þeim kostnaði sem þeir bera við að aka sjálfir milli staða. Þetta þýddi til að mynda að nýrnasjúklingur sem býr á Akranesi, hefur þurft að greiða úr eigin vasa um 1200 þúsund krónur vegna ferðalaga til og frá Landsspítala. Nýrnafélagið hefur lengi barist fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands hækki þetta endurgreiðslu hlutfall.