Skip to main content
FréttHeilbrigðismál

Málþing um aðgengi að sálfræðiþjónustu 20. apríl

By 16. apríl 2021september 1st, 2022No Comments

Öll þurfum við á sálrænum stuðningi að halda á lífsleiðinni, en meðferð er dýr og hefur ekki verið niðurgreidd. Um áramótin tóku gildi lög um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem hafa ekki enn komið til framkvæmdar. Er ekki tími til kominn? Eftir hverju er verið að bíða?

Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um heilbrigðismál boðar til málþings, 20. apríl 2021, kl. 13:00 til 16:30, um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Málþingið verður í beinu streymi á Zoom og er rit- og táknmálstúlkað. Ekki þarf að panta þá þjónustu né að skrá sig sérstaklega til þátttöku á málþingið.  Hlekkur til að taka þátt í málþinginu er hér

Dagskrá

13:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ opnar málþingið
13:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál og stefnu til framtíðar í málaflokknum
13:30 Kristbjörg Þórisdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði um geðheilsugæslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
13:50 Bergþór Njarðvík um reynslu notanda
14:10 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar um vilja Alþingis
14:30 Hlé
14:50 Tryggvi Guðjón Ingason formaður Sálfræðingafélags Íslands um afstöðu félagsins
15:10 Emil Thoroddsen formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál leiðir inn í pallborð
15:25 Pallborðsumræður með fulltrúum flokka á Alþingi um áherslur að loknum kosningum
16.15 Samantekt og lokaorð 

16:30 Málþingi slitið

Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson