Skip to main content
Frétt

Mikil þörf fyrir matarúthlutanir.

By 15. september 2020No Comments
Fjölskylduhjálp Íslands opnaði fyrir matargjafir á fimmtudag í síðustu viku fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sækja um á heimsíðu Fjölskylduhjálpar Íslands, www.fjolskylduhjalp.is. Um sex hundruð fjölskyldur höfðu sótt um 14. september þannig að ljóst er að þörfin hefur ekki minnkað, heldur þvert á móti.

Að baki þessara sex hundru fjölskyldna eru um eitt þúsund og fimm hundruð einstaklingar úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Fjölskylduhjálpin ætlar að reyna að hafa eins marga úthlutunardaga og hægt er  og þau hafa efni á í hverjum mánuði. Þau hvetja fólk til að fylgjast vel með á heimasíðunni, www.fjolskylduhjalp.is en þar eru settar fram tilkynningar um úthlutunardaga og tilhögun.

Þegar einstaklingar hafa sótt um á heimasíðunni fá þeir sms um klukkan hvað hvaða dag viðkomand má koma og sækja það sem honum var úthlutað. Fjölskylduhjálpin verður að alla þessa viku og fram í þá næstu að afgreiða allar beiðnir. Þetta vinnulag er að sjálfsögðu til komið vegna Covid.

Undanfarna mánuði hefur Fjölskylduhjálpin afhent matargjafir í Iðufelli 14 á milli 15. mars og 1. júli til tæplega tvö þúsund heimila era rúmlega þrjú þúsund og fjögurhundruð einstaklinga.

Í Reykjanesbæ hefur á tímabilinu frá 15. apríl til 1. júli verið afgreiddar matargjafir til 888 heimila.

Í júlí og ágúst fengu um 700 fjölskyldur matarúthlutun frá Fjölskylduhjálpinni, til tæplega tvöþúsund einstaklinga, hvar af 412 börn.