Skip to main content
Frétt

Mótmælt við Alþingi og aðalmeðferð í dómsmáli um kjör örorkulífeyrisþega

By 4. desember 2015No Comments
Hér má sjá umfjöllun RÚV og Stöðvar 2 um viðburði tengda málefnum fatlaðs fólks á alþjóðlegum degi þeirra, 3. desember.

Kjarahópur ÖBÍ boðaði til mótmæla við Alþingi 3. desember, á meðan fyrirspurnartími stóð yfir. Mótmælt var bágum kjörum og kallað eftir að kjararáð úrskurðaði um bætur líkt og gert er með kjör þingmanna.

Ég veit ekki um neinn sem hefur beðið um að veikjast

 

Í viðtölum í frétt RÚV segir fólk meðal annars þetta:

Ég veit ekki um neinn sem hefur beðið um að veikjast, fæðast fatlaður eða slasast…., sagði Aðalbjörg Rut Pétursdóttir

„…lifum ekki á þessum bótum … rosalega hörð jól framundan…“
segir Guðmundur Ingi Kristjánsson

Lilja Líndal Sigurðardótti, vonar að króna á móti krónu skerðining verði felld niður,
því að „…króna á móti krónu skerðing er glórulaus …“.

Í viðtali á Stöð2 við sama tilefni má heyra eftirfarandi samtal mótmælanda og Páls J. Pálssonar, þingmanns framsóknar, þar sem örorkuþeginn segir,

…svo færð þú svokallaða desemberuppbót upp á 169.208 krónur ég fékk 8.000 … það er ansi mikill munur…“

Umræða um kjör örorkulífeyrisþega á Alþingi og svör formanns ÖBÍ

Kjör örorkulífeyrisþega voru rædd í þingsal, Helgi Hjörvar spurði meðal annars, hvers vegna örorku og ellilífeyrisþegar fá ekki sömu kjarabætur og aðrir þjóðfélagsþegnar.

Forsætisráðherra svaraði Helga og talaði um að nú yrðu um að ræða „…hröðustu kjarabót sem þessir hópar hafa séð um áratuga skeið á einu ári gangi spár um verðbólgu eftir…. „.

Viðbrögð Ellenar Calmon, formanns ÖBÍ, við svari forsætisráðherra í fréttatíma RÚV voru meðal annars þessi, „…svör hans erum með ólíkindum … það er verið að tala um 9,45% hækkun á lífeyri um áramótin … það hafa áður verið hærri prósentuhækkanir …hann hlýtur að vera með uplýsingar sem hann hefur ekkki deilt með okkur hinum“.

Dómsmál – krafa um hækkun örorkubóta

Aðalmeðferð fór fram 3. desember í dómmsmáli konu sem krefst þess að fá hækkun örorkubóta þar sem lögum hafi ekki verið framfylgt. Öryrkjabandalag Íslands rekur málið fyrir hana.

Varðandi aðalmeðferð dómsmáls sagði Ellen í sömu frétt RÚV, gangi út á að,
„…kona krefur ríkið um hærri örorkulífeyri á grundvelli 69. gr. almannatryggingalaga sem hafi ekki verið framfylgt og 76. grein stjórnarskrárinnar um að ríkið hafi brugðist skyldu sinn um að tryggja fólki mannsæmandi lífskjör.