Skip to main content
Frétt

Myndbönd aðildarfélaga tekin upp á Kjarvalsstöðum

By 8. september 2016júní 9th, 2023No Comments

Starfsfólks Tjarnargötunnar og fulltrúar frá öllum aðildarfélögum ÖBÍ voru á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þar hafði ÖBÍ fengið góðfúslegt leyfi til að taka upp kynningarmyndbönd aðildarfélaganna í fallegu umhverfi sýningar Hildar Bjarnadóttur „Vistkerfi lita“.

Verkefnið er gjöf ÖBÍ til allra aðildarfélaga bandalagsins, 41 að tölu, vegna 55 ára afmælis ÖBÍ á árinu. Myndböndin eru liður í að kynna almenningi hvað ÖBÍ og aðildarfélögin standa fyrir. Verkefninu er ekki síður ætlað að vera sögulega skráning á starfseminni í tilefna þessara tímamóta og til að vekja athygli almennings á margbreytileika þeirra félagasamtaka sem eru undir hatti ÖBÍ.

Tjarnargatan hefur áður unnið verkefni fyrir ÖBÍ sem skilaði jákvæðri umfjöllun og vakti fólk til umhugsunar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur umsjón með verkefninu af hálfu ÖBÍ. Áður en tökur hófust fundaði hún með fulltrúum allra aðildarfélaganna til að ræða hvernig félögin vildu vinna sitt myndband.

Myndirnar hér að neðan tók Steinunn Ólína á tökustað á Kjarvalsstöðum í síðustu viku.