Skip to main content
Frétt

Norræn félagasamtök taka höndum saman

Fundargestir á vinnustofunni stilla sér upp fyrir hópmynd.

Nordic Platform for Civil Society (NPCS), samstarfsverkefni fjölda norrænna félagasamtaka, er farið af stað. ÖBÍ réttindasamtök eru ein fimm samtaka sem leiða verkefnið.

Samstarfið byggir á fimm stöplum, eða sviðum, og gefst félagasamtökum á Norðurlöndunum sem láta félagsmál sig varða að taka þátt. Stöplarnir eru sjálfboðastarf, pólitísk áhrif, stafræn inngilding, samstarf við sveitarfélög og baráttan gegn einmanaleika. Ein samtök frá hverju Norðurlandi fyrir sig leiða hvert svið.

Hvert svið mun funda 3-4 sinnum yfir árið í gegnum fjarfundarbúnað og er markmiðið einna helst að miðla þekkingu og reynslu sem og að skapa tengsl á milli félaga þvert á þjóðir. Þannig má byggja grunn að farsælu starfi og samstarfi.

Danska hugveitan Mandag Morgen er í forsvari fyrir verkefnið en það nýtur fjárstuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar.

Íslenskum félagasamtökum stendur til boða að taka þátt í samstarfinu og er opið fyrir skráningu hér að neðan:

https://surveys.enalyzer.com/survey/linkindex?pid=gd7t3sun