Skip to main content
Frétt

Norræn samvinna í fötlunarmálum

Fulltrúar Norræna fötlunarráðsins RNSF heimsóttu Sigtún 42, húsnæði ÖBÍ réttindasamtaka í gær. Heimsóknin var liður í dagskrá vegna ráðstefnu á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins sem er haldin á morgun.

Á ráðstefnunni verður fjallað um áskoranir sem fatlað fólk stendur frammi fyrir þegar horft er til framtíðar. Hægt verður að fylgjast með dagskránni í beinu streymi á vef stjórnarráðsins.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, bauð gesti velkomna í gær áður en þeir hlýddu á stutta fyrirlestra. Stefán Vilbergsson verkefnastjóri talaði um algilda hönnun, Haraldur Þorleifsson og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir um verkefnið Römpum upp og Eva Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, um mannréttindaklasann í Sigtúni 42.

Þá var gestum boðið að skoða húsnæðið og bent var á þær lausnir sem hafa verið nýttar til að bæta aðgengi. Hrafn Hólmfríðarson Jónsson ljósmyndari kynnti svo verk sitt Bótaþegi, sem má finna á neðri hæð hússins.

„Það er afar ánægjulegt að fá að taka á móti metnaðarfullum, norrænum samherjum okkar og gaman að fá þau í heimsókn til  ÖBÍ réttindasamtaka. Samvinna, samtal og samstarf skiptir afar miklu máli í réttindabaráttu,“ segir Þuríður Harpa um heimsóknina.