Skip to main content
Frétt

Ný auglýsingaherferð farin af stað

By 7. október 2019No Comments
Nú um helgina hleypti Öryrkjabandalagið af stað nýrri auglýsingaherferð undir yfirskriftinni „Þér er ekki boðið“.

Markmiðið er að vekja athygli á þeirri útilokun og fordómum sem fatlað fólk og öryrkjar búa við. Það er von okkar að herferðin muni stuðla að viðhorfsbreytingu í samfélaginu. 

Skilaboðin eru einföld. Þér er ekki boðið! Fatlað fólk er útilokað frá samfélaginu og boðskapurinn er jafnframt einfaldur og skýr – Bjóðum betur! Herferðinni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar, því margt þarf að breytast til þess að fatlað fólk fái raunverulega tækifæri og eigi líf til jafns við aðra.