Skip to main content
Frétt

Ný námskeið að hefjast hjá Tölvumiðstöð

By 4. september 2019No Comments
Nú er haustið að ganga í garð og námskeiðin hjá Tölvumiðstöð, Tækni, miðlun, færni, að fara í fullan gang.

Næstu námskeið hjá Tölvumiðstöð eru sem hér segir:

1. október kl. 14:00 – 16:00. Tækni í lestri og ritun. Farið verður í íslenska talgervla í PC tölvum, Ivona og Ivona mini Reader. Foxit reader pdf forrit. Einnig verður farið yfir smáforritin Voice Dream Reader og Skanner á iPad, með íslenskum talgervla röddum og talgervla í Android stýrirkerfinu. Raddinnsláttur texta og lyklaborð með spáritun í Google.

3. október kl. 14:00 – 16:00. iPad – myndir – texti – tal. Smáforritin Book Creator, Keynote, Fotokalendern, LittleStory Creator og Story Creator.

8. október kl. 14:00 – 16:00. Bitsboard pro, app fyrir iPad. Lærðu að búa til eigin borð.

10. október kl. 14:00 – 16:00. ASL. Að skrifa sig til læsis. Verklag og tækni.

15. október kl. 14:00 – 16:00. Frí forrit og smáforrit til að búa til myndrænt efni til skipulagningar og boðskipta.

Námskeiðin eru öll haldin að Háaleitisbraut 13. Skráning er inni á www.tmf.is. Kennari er Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur. Verð á hvert námskeið er 7.000kr.