Skip to main content
FréttMenntamál

Ný námslína fyrir einhverft ungt fólk

Námslínan Forritun fyrir einhverft ungt fólk verður kennd í fyrsta sinn við Opna Háskólann í Háskólanum í Reykjavík í byrjun september. Þetta er nýtt og sérhannað menntunarúrræði sem miðar að því að veita einhverfu fólki jöfn tækifæri til náms, starfsþjálfunar og þátttöku í samfélaginu. ÖBÍ réttindasamtök styrkja verkefnið.

Námsleiðin er hugsuð fyrir 18 ára og eldri og sameinar tæknilega og gagnaúrvinnslu við markvissan félagslegan og persónulegan stuðning. Nemendur fá fræðilega og verklega þjálfun í litlum hópi þar sem áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám, sveigjanlega nálgun og að nýta styrkleika hvers og eins. Verkefnin eru áhugasviðstengd og hagnýt og má þar m.a. nefna þróun leikja eða greiningu gagna. Við lok námsins fá nemendur skriflega viðurkenningu fyrir þátttöku.

Námslínan er hluti af verkefni sem nýtur stuðnings frá Einhverfusamtökunum, Vinnumálastofnun, ÖBÍ og VIRK. Hún er kennd af sérfræðingum í tölvunarfræði og stutt af nemendum og fagfólki úr sálfræðideild HR.

Nálgast má allar helstu upplýsingar um námslínuna hér