Skip to main content
FréttHeilbrigðismálSjúkratryggingar

Nýgengi örorku minnkar með bættu aðgengi að sjúkraþjálfun

By 31. október 2023No Comments

Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun  með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins hefur dregið úr nýgengi örorku vegna stoðkerfissjúkdóma. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjúkraþjálfara.

Skýrslan fjallar um bætt aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara og þjóðhagslega hagkvæmni þjónustunnar. Er sérstaklega litið til þeirra breytinga sem hafa orðið frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga tók gildi árið 2017.

„Nýtt greiðsluþátttökukerfi bætti aðgengi einstaklinga að þjónustunni þar sem árleg meðalútgjöld einstaklinga lækkuðu verulega. Má ætla að þessi breyting hafi haft mest áhrif á aðgengi fyrir þá sem veikast standa og þurftu að neita sér um þjónustuna áður fyrr. Þessar niðurstöður benda sterklega til þess að gott aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara sé hagkvæm ráðstöfun opinberra fjármuna, segir í umfjöllun Félags sjúkraþjálfara um skýrsluna.

Sjúkraþjálfarar eru enn án samnings við hið opinbera. Þetta veldur því að einstaklingar neyðast til að standa straum af töluverðum kostnaði vegna aukagjalda og -kostnaðar. ÖBÍ réttindasamtök hafa lengi þrýst á að samið verði við sjúkraþjálfara án tafar.