Skip to main content
Frétt

Nýr framkvæmdastjóri ÖBÍ.

By 27. ágúst 2021No Comments
Stjórn ÖBÍ hefur ráðið Evu Þengilsdóttur sem framkvæmdastjóra bandalagsins, og tekur hún til starfa 1. september.
Eva hefur víðtæka reynslu af starfsemi þriðja geirans, m.a. sem framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar og verkefnastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, ásamt því að eiga þátt í mörgum verkefnum á vegum frjálsra félagasamtaka, svo sem stofnun Almannaheilla og Sjónarhóls.
Eva er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, og AMP gráðu frá IESE viðskiptaháskólanum.

Eva hefur síðust mánuði verið sjálfstætt starfandi við ráðgjöf og verkefnastjórn, m.a. fyrir Ríkissáttasemjara og Kjaratölfræðinefnd.