Skip to main content
Frétt

Nýr Landspítali kynntur

By 15. febrúar 2017No Comments

Öryrkjabandalag Íslands bauð til kynningarfundar um stöðu Hringbrautarverkefnisins mánudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), kynnti byggingu nýs sjúkrahúss, stöðu verkefnisins og annað sem því tengist. Þar bar hæst umræða um hönnun á nýjum meðferðarkjarna.

Fundurinn var vel heppnaður og bárust margar fyrirspurnir frá fundargestum.

NLSH hefur lagt áherslu á samvinnu við sjúklingasamtök hvað varðar hönnun og undirbúning í Hringbrautarverkefninu og hefur haldið kynningarfundi víða um land hjá fjölda félagasamtaka.