Skip to main content
Frétt

Nýr samskiptastjóri tekur til starfa

By 1. desember 2017No Comments

Ingimar Karl Helga­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ).

Ingimar Karl hef­ur starfað við fjöl­miðla frá ár­inu 2000. Und­an­far­in ár hef­ur hann einkum starfað við rit­stjórn, kynn­ing­ar­störf og ráðgjöf, meðal ann­ars verið rit­stjóri Reykja­vík­ur viku­blaðs og Blaðs stétt­ar­fé­lag­anna.

„Ég hef lengi haft brenn­andi áhuga á bar­áttu­mál­um Öryrkja­banda­lags­ins og finnst gott að geta lagt mitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar. Framund­an eru bæði tæki­færi sem þarf að grípa og áskor­an­ir sem tak­ast þarf á við. Ég hlakka til að taka þátt í þess­ari mik­il­vægu bar­áttu um leið og ég er þakk­lát­ur fyr­ir það traust sem mér er sýnt með ráðning­unni,“ er haft eft­ir Ingimar Karli í til­kynn­ingu frá sam­band­inu.

Öryrkja­banda­lag Íslands er hags­muna- og mann­rétt­inda­sam­tök fatlaðs fólks, lang­veikra, ör­orku­líf­eyr­isþega og aðstand­enda þeirra. Aðild­ar­fé­lög ÖBÍ eru 41 tals­ins og telja þau um 29.000 fé­lags­menn. Helstu verk­efni Ingimars Karls snúa að út­gáfu­mál­um, skipu­lagn­ingu viðburða, sam­skipt­um við fjöl­miðla og upp­lýs­inga­miðlun hvers kon­ar.

Hagvang­ur hafði um­sjón með ráðning­ar­ferl­inu en um 50 um­sókn­ir bár­ust um starfið.