Skip to main content
Frétt

Nýr starfsmaður á skrifstofu ÖBÍ.

By 9. júlí 2008No Comments
Þórný Björk Jakobsdóttir hóf störf á skrifstofu ÖBÍ 7. júlí sl., hún er m.a. táknmálstúlkur og mun því verða boðið upp á táknmálstúlkun í viðtölum á skrifstofu ÖBÍ ef þess er óskað.

Þórný mun gegna almennum ritarastörfum fyrir formann og framkvæmdastjóra auk annarra verka. Þórný Björk Jakobsdóttir

Þórný er menntaður tækniteiknari og táknmálstúlkur, einnig hefur hún starfað sem rittúlkur. Hún bjó á Sólheimum í Grímsnesi í 4 ár og sá þar um verslunina Völu á staðnum. Hún hefur unnið mikið með Leikfélagi Sólheima og leikstýrði síðustu 2 sýningum leikfélagsins. Undanfarin ár hefur aðalstarf Þórnýjar verið sem rittúlkur á eigin vegum undir nafni Hraðra handa.

Boðið upp á táknmálstúlkun á skrifstofu ÖBÍ

Þeir aðilar sem þurfa að leita til skrifstofu bandalagsins, geta nú að nýju, fengið táknmálstúlkun í viðtölum. Nauðsynlegt er að panta viðtalstíma fyrirfram í síma 530-6700.

ÖBÍ býður Þórnýju hjartanlega velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.