Skip to main content
Frétt

ÖBÍ auglýsir eftir samskiptastjóra

By 6. október 2017No Comments

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir öflugum samskiptastjóra með brennandi áhuga á mannréttinda- og samfélagsmálum. Starfsaðstaða samskiptastjóra er í nýju, aðgengilegu og fallegu húsnæði í Sigtúni 42, Reykjavík.

Starfssvið

  • Almannatengsl, fjölmiðlasamskipti og vöktun
  • Samfélagsmiðlun
  • Umsjón með heimasíðu (Moya) og innraneti (Podio)
  • Kynningar- og útgáfumál s.s. vefrit og tímarit
  • Frétta- og greinaskrif
  • Viðburðir, fundir, ráðstefnur og málþing

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af skrifum og miðlun upplýsinga
  • Reynsla af samskiptum við fjölmiðla
  • Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni
  • Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er kostur
  • Góð tölvukunnátta og færni í tæknimálum
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík samskiptafærni, sveigjanleiki og þjónustulund

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) er hagsmuna- og mannréttindasamtök fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélög bandalagsins eru 41 talsins. Hlutverk ÖBÍ er að vinna að samfélagslegu réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum auk þess að vera stefnumótandi í réttindamálum hagsmunahópsins. Öflun og miðlun þekkingar er mikilvægur þáttur í starfseminni. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi. Nánari upplýsingar er að finna á obi.is.

Fatlað fólk og/eða fólk með skerta starfsgetu er sérstaklega hvatt til að sækja um. Möguleiki er að ráða tvo einstaklinga í starfið og skiptist þá starfshlutfallið eftir samkomulagi.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram komi rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Upplýsingar veita:

Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 22. október 2017