Skip to main content
Frétt

ÖBÍ fagnar tímamótum í dag

By 3. júní 2019No Comments
Þingsályktunartillaga um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi.
Í dag, 3. júní 2019, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu 16 þingmanna sem lögðu til að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að frumvarp um slíkt skuli lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020.

ÖBÍ fagnar þessum tímamótum.

Lögfesting samningsins mun tryggja að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningum með beinum hætti. Slíkt myndi fela í sér ríka réttarbót þegar af verður.


ÖBÍ vill jafnframt nýta tækifærið til að hvetja ríkisstjórnina til þess að tryggja að samningurinn verði lögfestur fyrir 13. desember 2020, þ.e. á 14 ára afmælisdegi samningsins.