Skip to main content
FréttSRFF

ÖBÍ skorar á alþingismenn að samþykkja þingsályktunartillögu um lögfestingu Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

By 14. maí 2019ágúst 31st, 2022No Comments
Öryrkjabandalag Íslands skorar á alþingismenn að samþykkja þingsályktunartillögu um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 

Nú liggur fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði tekinn í íslensk lög. Samningurinn nær til allra sviða samfélagsins og er markmið hans að tryggja fötluðu fólki stjórnmálaleg, borgaraleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg mannréttindi til jafns við annað fólk.

Samningurinn var gerður þar sem ríki heims, þ.m.t. Ísland, vita og viðurkenna að þar er verk að vinna. Það er á valdi Alþingis og á ábyrgð þess að bregðast við því með þeim eina hætti sem dugir, þ.e.a.s. með því að veita mannréttindum fatlaðs fólks meiri og skýrari vernd í lögum.

Öryrkjabandalag Íslands skorar á alla alþingismenn að sýna í verki vilja sinn til að tryggja að fatlað fólk á Íslandi njóti sömu mannréttinda og annað fólk í landinu gerir og finnst sjálfsögð með því að samþykkja þingsályktunartillöguna.

Þingsályktunartillöguna má nálgast hér