Skip to main content
AðgengiFrétt

ÖBÍ styður verkefnið „Embla – Markaðstorg raddstýrðrar þjónustu“

By 14. september 2022No Comments

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ undirritaði í dag stuðningsyfirlýsingu við verkefnið Embla sem hugbúnaðarfyrirtækið Miðeind er að þróa. Yfirlýsingin er liður í fyrirhugðuðu samstarfi málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál við aðila sem vinna að þróun innan áætlunarinnar Máltækni fyrir íslensku 2019-2023, og ætlað er að stuðla að því að máltæknilausnir nýtist fötluðu fólki sem best.

Merki ÖBÍStuðningsyfirlýsing

Við lýsum yfir stuðningi við verkefnið „Embla – Markaðstorg raddstýrðrar þjónustu“ sem sótt er um fyrir í Tækniþróunarsjóð, nánar tiltekið Vöxt, haustið 2022.

Verkefnið „Embla – Markaðstorg raddstýrðrar þjónustu“ gengur út á að þróa raddstýrða heildarlausn, fyrir íslensku,  sem þjónustuveitendur af ýmsu tagi geta tengst með einföldum hætti og mun gera neytendum kleift að nálgast t.d. upplýsingar um þjónustu, versla mat eða panta borð á veitingastað, með því að tala við forrit í símanum sínum.

Verkefnið snertir bæði á aðgengis- og jafnréttismálum, enda er hugbúnaðurinn sem mun koma út úr verkefninu til þess fallinn að auðvelda ýmsum hópum (t.d. sjónskertu og hreyfihömluðu fólki) aðgengi að verslun, þjónustu, upplýsingum og afþreyingu og auka þar með sjálfsbjörg.

Eftir að hafa kynnt sér verkefnið lýsa ÖBÍ réttindasamtök yfir stuðningi við verkefnið fyrir hönd aðildarfélaga.

Verkefnisheiti: Embla – Markaðstorg raddstýrðrar þjónustu

Umsjónaraðili verkefnis: Miðeind ehf.

Tengiliður hjá umsjónaraðila: Katla Ásgeirsdóttir

Heiti stuðningsaðila: ÖBÍ réttindasamtök

Tengiliður stuðningsaðila: Þuríður Harpa Sigurðardóttir