Skip to main content
Frétt

Opið fyrir umsóknir í fötlunarfræði til og með 20. maí.

By 7. maí 2020No Comments
Fötlunarfræði rýnir í líf og aðstæður fatlaðs fólks út frá félagslegum skilningi og mannréttindum með áherslu á þætti sem skapa og viðhalda fötlun og hindra þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

Námið er þverfaglegt og bæði kennarar og nemendur eru með fjölbreyttan bakgrunn. Sterk tengsl eru við innlendar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði fötlunarfræði.

Fötlunarfræði býður upp á fjarnám sem margir nemendur hafa nýtt sér með góðum árangri. 

Margvísleg tækifæri eru að loknu MA námi í fötlunarfræði.

Hér er að finna frekari kynningu á náminu: https://youtu.be/s9dYF5hyZQQ