Skip to main content
Frétt

Opið fyrir umsóknir um sérstaka styrki ÖBÍ

By 1. febrúar 2021No Comments
Öryrkjabandalagið veitir árlega sérstaka styrki til verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks. Opnað hefur verið fyrir umsóknir, og er frestur til að sækja um til 15. mars n.k.

Styrkirnir geta verið til margvíslegra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Verkefni sem varða einstök aðildarfélög ÖBÍ falla ekki hér undir.

Umsóknareyðublað er að finna hér.

Tilkynnt verður um styrkhafa eigi síðar en 1. maí.

Síðasta ár voru veittir styrkir fyrir um 20 milljónir króna, en því miður hefur Covid fárið sett mikið strik í reikninginn hjá styrkhöfum, og mörg verkefnanna sem styrkt voru, tafist af þeim sökum. Það er von okkar að þau verði að veruleika á þessu ári.