Skip to main content
Frétt

Öryrkjabandalagið fagnar 60 ára afmæli

By 4. september 2021No Comments
Öryrkjabandalagið fagnar á þessu ári 60 ára starfi. Í dag, sunnudaginn 5. september, kl. 14 verður lítil samkoma á Hilton Nordica þar sem áfanganum verður fagnað og er viðburðinum streymt hér. Sérstakir gestir eru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Sif Holst, varaformaður Danske handicaporganisationer, systursamtaka ÖBÍ. 

Beint streymi frá fagnaðinum 5. september 2021 hefst kl. 14:00 

Beint streymi í heilskjá má einnig horfa á hér

Dagskráin er fjölbreytt og mun heiðursgesturinn, Sif Holst mun flytja ávarp um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og mikilvægi hans, en Danmörk hefur þegar lögfest samninginn. Hún þekkir áhrif samningsins mjög vel, og gaf meðal annars kost á sér til nefndar Sameinuðu þjóðanna um samninginn síðastliðið haust. Framboð hennar kom seint fram og því of seint til að hún hafi náð góðum árangri.