Skip to main content
Frétt

Persónuverndarstefna ÖBÍ

By 16. júlí 2018No Comments

Öryrkjabandalag Íslands hefur birt persónuverndarstefnu samtakanna.

Í stefnu Öryrkjabandalagsins koma fram öll helstu atriði í persónuverndarmálum sem varða skjólstæðinga bandalagsins, umsækjendur um styrki, meðferð gagna og fleira. 

Persónuvernd skiptir ÖBÍ miklu máli. Fólk á að geta stjórnað því hverjum er treyst fyrir upplýsingum. Allir eiga rétt á að vita hvaða upplýsingum er safnað um þá, hvers vegna það er gert, hvernig unnið er með upplýsingarnar og hvort þeim sé eytt eða þær varðveittar og þá hversu lengi. Þetta er tíundað ítarlega í Persónuverndarstefnu Öryrkjabandalags Íslands.

ÖBÍ meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur eftirlit með framkvæmd laganna.