Skip to main content
Frétt

Prime tours málið rætt við Strætó

By 22. október 2018No Comments

Framkvæmdastjóri Strætó bs. og forsvarsmaður Ferðaþjónustu fatlaðra komu á fund hjá Sjálfsbjörg lsh. í morgun og fóru yfir stöðuna í Ferðaþjónustunni, í tengslum við gjaldþrot Prime Tours.

Við gjaldþrotið detta út 10 bílar fyrir hjólastólafólk. Allt er gert til að halda sama þjónustustigi og var fyrir, en ljóst að á álagstímum gæti orðið lengri bið eftir ferð.

Því miður mun okkar fólk hugsanlega finna fyrir einhverjum töfum vegna þessa.

Strætó er í samskiptum við skiptastjóra þrotabúsins og einhverjir aðilar hafa sýnt því áhuga að taka yfir rekstur bifreiða Prime Tours og vilja skoða með að ganga inn í þjónustusamning Strætó og eru slík mál í skoðun.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar segir að fundurinn hafi verið upplýsandi og þakkar Strætó bs. fyrir að eiga frumkvæði að honum.