Skip to main content
Frétt

Ræddu um mikilvægi þess að hlusta á raddir ungs fólks

Evrópsk samtök sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks hafa unnið mikið þrekvirki með því að halda samstöðu og knýja fram umbætur þrátt fyrir heimsfaraldur, stríð í Úkraínu og mikla verðbólgu. Þetta er haft eftir John Patrick Clarke, varaformanni Samtaka um málefni fatlaðra í Evrópu, í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um ráðstefnuna European Day of Persons with Disabilities sem haldin var í lok síðasta árs.

Tugir ræðumanna héldu erindi á ráðstefnunni um fötluð ungmenni, ofbeldi gegn fötluðu fólki og hnattrænt samstarf til að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. Þá voru þrjár borgir verðlaunaðar fyrir framfarir í aðgengismálum; Skellefteå í Svíþjóð, Córdoba á Spáni og Ljubljana í Slóveníu.

Fyrrnefndur John Patrick Clarke sagði í ræðu sinni að það sé merkilegt afrek að evrópsk fötlunarsamtök standi enn vel að vígi og tali af krafti fyrir réttindum fatlaðs fólks. Mikilvægt sé að hlusta sérstaklega á raddir ungs fólks.

Lesa má alla skýrsluna með því að ýta á þennan hlekk:

https://ec.europa.eu/social/main.jsp?langId=en&catId=88&eventsId=2031&furtherEvents=yes#navItem-relatedDocuments