Skip to main content
AðgengiFrétt

Rampa upp dælurnar

ÖBÍ réttindasamtök lýsa ánægju með að Orkan hafi nú rampað upp þrjár bensíndælur á stöð sinni við Suðurfell og þannig gert hana að fyrstu bensínstöðinni sem er aðgengileg fyrir hreyfihamlað fólk.

Þessar framkvæmdir eru liður í samstarfsverkefni Römpum upp Ísland, Sjálfsbjargar og Orkunnar en einnig hafa rampar verið byggðir á Orkustöð á Stokkseyri og til stendur að halda verkefninu áfram.

Verk­efnið er sam­starfs­verk­efni Römp­um upp Ísland, Sjálfs­bjarg­ar og Ork­unn­ar. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá þeim.

„Það er brýn nauðsyn á að all­ir fái lifað í sam­fé­lagi án aðgrein­ing­ar. Þetta er mik­il­vægt skref í þá átt, bæði hvað varðar aðgang að bens­íni og olíu á lægra verði og aðgengi að ann­arri þjón­ustu,” er haft eft­ir Þor­leifi Gunn­laugs­syni, framkvæmdastjóra Römpum upp Ísland, í fréttatil­kynn­ing­u.