Skip to main content
Frétt

Sex og sjö ára börn fá gjaldfrjálsar tannlækningar

By 6. janúar 2016No Comments

Þann 1. janúar 2016 bættust sex og sjö ára börn í hóp þeirra sem falla undir gjaldfrjálsar tannlækningar barna skv. samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og tannlækna frá árinu 2013.

Samningurinn tekur þá til allra barna á aldrinum 6 – 17 ára og að auki til 3 ára barna.

Skilyrði fyrir því að barn eigi rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum er að barnið hafi verið skráð hjá heimilistannlækni með samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Sjá ítarlegri frétt á vef Sjúkratrygginga Íslands.