Skip to main content
AlþjóðasamstarfFréttNPASRFF

Sjálfstætt líf á ráðstefnu SÞ

By 16. júní 2021september 1st, 2022No Comments
17. júní hefst ráðstefna þeirra ríkja Sameinuðu Þjóðanna sem fullgilt hafa SRFF í New York. Á meðan á ráðstefnunni stendur munu nokkur ríki norðurlandanna halda sérstaka viðburði, þar á meðal Finnland, Danmörk og Norræna ráðherraráðið, sem heldur viðburð um sjálfstætt líf og þátttöku allra í samfélaginu.

Megin inntak viðburðarins verður 19. grein SRFF, sem fjallar um sjálfstætt líf og þátttöku allra í samfélaginu, og þá stefnumótun að tryggja betra samfélag í kjölfar alheimsfaraldurins og styrkja rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs.

Finnar hafa sett sjálfstætt líf á oddinn á meðan formennsku þeirra í norræna ráðherraráðinu stendur.

„19. greinin er ein af grunn stoðunum í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þar sem fjallað er um getu félagslega geirans til að veita einstaklings miðaða þjónustu, sem er grunn forsenda fyrir sjálfstæðu lífi í samfélagi„, segir Maria Montefusco, ráðgjafi við Norrænu velferðarmiðstöðina, og stjórnandi við samvinnuverkefni Norræna ráðherraráðsins um fötlun.

Þátttaka allra eru grunn réttindi, hornsteinn norræna velferðarstefnu og einnig grundvöllur sjálfbærrar þróunar. SRFF veitir verkfæri til að ná markmiðum um þátttöku allra, til að tryggja að enginn fatlaður einstaklingur verði útundan.

Norrænu ríkin hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði velferðar stefnunnar, sem önnur ríki gætu haft áhuga á. En á sama tíma eru gloppur hjá okkur og full ástæða til að halda áfram að þróa þjónustu- og stuðningsleiðir“ segir Maria. Hún leggur jafnframt áherslu á að norrænu ríkin þurfi að vekja athygli á þessum réttindum, og að breyta viðhorfum gagnvart fötluðu fólki.

 

Fjölskyldu- og félagsmálaráðherra Finnlands, Krista Kiuru, mun setja viðburðinn ásamt félagsmálaráðherra Danmerkur, Astrid Krag.

Rannveig Traustadóttir, professor emerita við Háskóla Íslands, mun fjalla um þörfina á þekkingu á SRFF, hvernig innleiðingu hans getur verið flýtt og hvers konar þekkingu okkur skortir enn.

Hægt er að fylgjast með þessum viðburði hér, viðburðurinn fer fram á Zoom.